Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. október 2020 15:26
Ívan Guðjón Baldursson
Stefán Teitur meðal smitaðra hjá Silkeborg
Mynd: Silkeborg
Stefán Teitur Þórðarson er meðal þriggja leikmanna Silkeborg sem fengu jákvætt úr Covid-19 prófi í dag.

Covid er að herja á leikmannahóp Silkeborg og eru núna níu leikmenn og starfsmenn félagsins frá vegna veirunnar, sjö þeirra eru leikmenn.

Í dag var greint frá því að auk Stefán Teits er Kasper Jensen með Covid og varamarkvörðurinn Stan van Bladeren.

Silkeborg á leik gegn Vendsyssel á sunnudaginn og þarf að tefla fram vængbrotnu liði vegna smitanna.

Stefán Teitur er 22 ára gamall og hefur komið inn af bekknum í tveimur af þremur leikjum Silkeborg frá komu sinni til félagsins. Silkeborg leikur í dönsku B-deildinni og er í fimmta sæti þar, aðeins tveimur stigum frá öðru sæti og með leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner