Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 31. október 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta um Nwaneri: Hefur rosalega hæfileika
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri skoraði eitt af mörkum Arsenal í 3-0 sigri gegn Sheffield Wednesday í deildabikarnum í gær. Markið hans var virkilega laglet.

Nwaneri varð yngsti leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni í september 2022 þegar hann kom inn gegn Brentford, þá 15 ára og 181 daga gamall.

„Hann hefur rosalega hæfileika, er með rétta hugarfarið og er með réttu leikmennina og verkefnið í kringum sig. Við þurfum að sjá um að hann bæti sig enn frekar. Það er í hans höndum hversu fljótt hlutverk hans stækkar í liðinu," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

„Ég er virkilega ánægður með hann. Hann er svo ákafur í að sýna sig og sanna. Hann vill alltaf fá boltann og vera að gera eitthvað. Vinnusemi hans er til fyrirmyndar og hann elskar að spila fótbolta."


Athugasemdir
banner
banner