Gylfi Þór Sigurðsson sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrir fimm dögum síðan að hann teldi líklegra en ekki að hann myndi spila fótbolta áfram á næsta ári. Hann hefur síðustu vikur og mánuði verið orðaður í burtu frá Val þar sem hann á eitt ár eftir af samningi.
Hann hefur bæði verið orðaður við Víking og uppeldisfélagið FH. Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í dag og var hann spurður út í Gylfa.
Hann hefur bæði verið orðaður við Víking og uppeldisfélagið FH. Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í dag og var hann spurður út í Gylfa.
„Nei, það hefur ekkert samtal átt sér stað. En það er kannski eðlilegt að það heyrist sögur í ljósi þess að hann eyddi fyrstu árum ævi sinnar hérna hjá okkur og þau tengsl hverfa aldrei. Svo kannski miðað við hvernig tímabilið þróaðist hjá Val þá er kannski eðlilegt að það komi upp svona sögusagnir."
„Hann er samningsbundinn Val í eitt ár í viðbót. Það eru mjög margar tölur sem sýna það að Gylfi Þór Sigurðsson er í algjörum toppklassa ennþá. Það er alveg á hreinu að hvert einasta lið á Íslandi myndi segja já takk ef þeim stæði til boða að taka Gylfa. Ef sá möguleiki myndi einhvern tímann opnast að við gætum fengið Gylfa, hvort sem það yrði núna í ár eða á því næsta, þá að sjálfsögðu myndum við skoða það eins og öll önnur lið."
„Mér fannst hann virkilega góður í sumar, sérstaklega í ljósi þess að þetta var smá start og stopp hjá honum út af bakmeiðslum. Miðað við þann tíma sem hann var í burtu frá fótboltavellinum þá finnst mér eiginlega hálfótrúlegt hvað hann er ennþá góður," segir Davíð.
Gylfi er 35 ára miðjumaður sem lék með FH þangað til í 4. flokki. Þá skipti hann yfir í Breiðablik og hélt svo til Reading og hóf sinn atvinnumannaferil.
Athugasemdir