fim 13. október 2011 15:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Dave Whelan ósáttur við hugmynd Liverpool: Myndi drepa okkur
Mynd: Getty Images
Dave Whelan, formaður Wigan Athletic, er allt annað en ánægður með hugmynd Liverpool um að hvert félag í ensku úrvalsdeildinni fái að selja sjónvarpsrétt sinn erlendis.

Í augnablikinu fær enska úrvalsdeildin 1,4 milljarð punda fyrir sjónvarpsréttin erlendis og tekjurnar skiptast jafnt á milli félaga í deildinni.

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, kom fyrr í vikunni með hugmynd um að hvert félag fái að selja sjónvarpsrétt sinn erlendis líkt og þekkist meðal annars á Spáni.

,,Þetta er algjört hneyksli. Þetta myndi drepa Wigan Atletic. Þetta myndi drepa Blackburn," sagði Whelan ósáttur.

,,Þetta er ameríski draumurinn. Þeir eru að hugsa 'hvernig getum við fengið meiri pening?' En þú færð ekki meiri pening með því að drepa hjarta og sál ensku úrvalsdeildarinnar og fótboltans á Englandi."

,,Það versta við enska fótboltann eru lið eins og Liverpool, lið í topp fjórum, sem vilja losna við nánast helminginn af liðunum í úrvalsdeildinni. Við munum enda eins og spænska deildin með einungis tvö lið, enga samkeppni, ekkert hjarta og með enga sál í deildinni."

banner
banner
banner
banner