Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. apríl 2009 11:33
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Setanta 
Tevez vill fara frá Manchester United
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez framherji Mancester United íhugar nú að yfirgefa félagið og hvaða félag hann skuli ganga til liðs við fyrir næstu leiktíð. Tevez er á láni hjá félaginu og hefur fengið tilboð frá öðrum löndum og innan Englands.

,,Ég hef mörg tilboð, ekki bara frá Spáni," saðgi hann í La Nacion. ,,Ég verð að sjá hvaða félag ég get farið í og hvað er hægt að gera. Við getum ekki bara hugsað um peninga, ég verð líka að sjá til þess að fjölskyldunni líði vel, sérstaklega dóttur minni."

,,Svo ég hef mikið að hugsa um. Jafnvel þó maður skori þrjú eða fjögur mörk, þá spilar maður ekki næsta leik. Það eru margir mjög góðir leikmenn en ég verð að spila."

,,Ég hef æft á hverjum degi og segi aldrei neitt gegn liðsfélögum mínum eða neinum, en það er rétt að það eru aðrir möguleikar fyrir næstu leiktíð."

,,Það eru margir leikmenn og þeir þurfa allir að spila en ég hef ekki misst sæti mitt útaf hvernig ég hef spilað. Ég hef ekki spilað mikilvæga leiki. Stórleikinn gegn Chelsea spilaði ég ekki. Þetta eru leikirnir sem ég vil spila."


Tevez gaf líka í skyn að hann hefði áhuga að vera áfram í úrvalsdeildinni hjá öðru félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner