Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 06. október 2010 10:17
Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson tekur við BÍ/Bolungarvík (Staðfest)
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Guðjón Þórðarson er tekinn við þjálfun BÍ/Bolungarvíkur og skrifaði undir samning við félagið í morgun. Guðjón tekur við starfinu af Alfreð Elías Jóhannssyni sem lét af störfum á dögunum.

Guðjón hefur að undanförnu átt í viðræðum við KA en valdi BÍ/Bolungarvík framyfir þá.

BÍ/Bolungarvík endaði í 2. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð og leikur því í 1. deiildinni á næstu leiktíð.

Yfirlýsing BÍ/Bolungarvík
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur og Guðjón Þórðarson hafa komist að samkomulagi um að Guðjón Þórðarson taki við stjórn meistaraflokks ferilsins frá og með 15. október.

Stjórn félagsins er ánægð með ráðningu Guðjóns og býður hann velkominn til starfa.


banner
banner
banner
banner
banner