Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   lau 28. apríl 2012 19:55
Sebastían Sævarsson Meyer
Bjarni Guðjónsson: Lítið mál fyrir mig að spila í miðverði
Bjarni Guðjónsson með sigurlaunin í kvöld.
Bjarni Guðjónsson með sigurlaunin í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður, þetta er skemmtilegur endir á vetrarvertíðinni," sagði Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR við Fótbolta.net eftir sigur liðsins á Fram í úrslitum Lengjubikarsins

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

Bjarni spilaði í hjarta varnarinnar í leiknum en Aron Bjarki Jósepsson meiddist á æfingu í vikunni auk þess sem Skúli Jón Friðgeirsson gekk til liðs við Elfsborg á dögunum.

,,Ef að hann (Rúnar) þarf á mér að halda í miðverðinum þá er lítið mál fyrir mig að falla niður og spila þá stöðu."

Íslandsmeistararnir hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni eftir viku og Bjarni og félagar stefna að sjálfsögðu á að vinna titilinn annað árið í röð.

,,Við ætlum að sjálfsögðu að berjast á toppi deildarinnar eins og í fyrra. Það verður kannski öðruvísi liðaskipan á toppnum í sumar þó að maður viti aldrei. Það verða nokkur lið sem munu berjast á toppnum og við ætlum að sjálfsögðu að vera eitt af þeim liðum sem ætlar að berjast um Íslandsmeistaratitilinn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir