,,Ég er mjög ánægður, þetta er skemmtilegur endir á vetrarvertíðinni," sagði Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR við Fótbolta.net eftir sigur liðsins á Fram í úrslitum Lengjubikarsins
Lestu um leikinn: Fram 0 - 1 KR
Bjarni spilaði í hjarta varnarinnar í leiknum en Aron Bjarki Jósepsson meiddist á æfingu í vikunni auk þess sem Skúli Jón Friðgeirsson gekk til liðs við Elfsborg á dögunum.
,,Ef að hann (Rúnar) þarf á mér að halda í miðverðinum þá er lítið mál fyrir mig að falla niður og spila þá stöðu."
Íslandsmeistararnir hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni eftir viku og Bjarni og félagar stefna að sjálfsögðu á að vinna titilinn annað árið í röð.
,,Við ætlum að sjálfsögðu að berjast á toppi deildarinnar eins og í fyrra. Það verður kannski öðruvísi liðaskipan á toppnum í sumar þó að maður viti aldrei. Það verða nokkur lið sem munu berjast á toppnum og við ætlum að sjálfsögðu að vera eitt af þeim liðum sem ætlar að berjast um Íslandsmeistaratitilinn."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir