,,Úr því sem komið var er stig ásættanlegt. Þrjú stigin gátu dottið öðru hvor megin í dag," sagði Davíð Þór Ásbjörnsson leikmaður Fylkis við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Blikum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 Breiðablik
Jöfnunarmark Fylkis kom eftir að Davíð átti þrumuskot af löngu færi sem Sigmar Ingi Sigurðarson náði ekki að halda í marki Breiðabliks og Jóhann Þórhallsson skoraði.
,,Það er svo erfitt að halda boltanum í svona rigningu og við hefðum átt að skjóta meira."
Davíð er með góðan skotfót og skot hans í dag var mjög fast. ,,Eins og alltaf, ég get ekki annað," sagði Davíð léttur í bragði.
Fylkismenn eru með þrettán stig í sjöunda sæti deildarinnar eftir leikinn í kvöld.
,,Þetta er ágætt og við einbeitum okkur bara að næsta leik gegn KR, það verður erfiður leikur."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir