Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   mán 16. júlí 2012 22:33
Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson: Getum ekki hengt hann fyrir þetta
Logi ræðir við Fótbolta.net í kvöld.
Logi ræðir við Fótbolta.net í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Í dag var hlaupið yfir okkur og við vorum ekki tilbúnir í þessa baráttu sem þarf að vera á móti Skagamönnum," sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfoss eftir 4-0 tap á Akranesi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  0 Selfoss

,,Þetta þekkja menn frá í fyrra þegar við lékum á móti þeim og það var kyrfilega bent á þetta fyrir leikinn að menn fengju engan frið. Ef við ætlum að vinna fótboltaleik þá verður baráttan að vera að minnsta kosti til jafns við þá sem við erum að spila við og það var ekki í dag."

Hollendingurinn Bernard Petrus Brons lék sinn fyrsta leik með Selfoss í dag eftir að hafa fengið leikheimild þegar glugginn opnaði í gær.

,,Hann er ágætis varnaramaður og sterkur í loftinu. Það er allt í lagi með hann en hinsvegar er það þannig að hann er búinn að æfa með okkur í einhverja tvo daga og 2-3 æfingar. Við getum ekki hengt hann fyrir þetta."

,,Við höfum orðið fyrir áföllum með okkar leikmannahóp hvað varðar meiðsli, hrein og bein meiðsli. Nú síðast þarf Babacarr Sarr að fara af velli í fyrri hálfleik. Við þolum ekki svona mikil skakkaföll akkúrat á þessum stað í liðinu. Að menn sem spila stórt hlutverk í varnarleik liðsins skuli detta svona út. Menn sem eru ekki í eins mikilli æfingu þurfa að koma inn og það er ekki alveg nógu gott."


Nánar er rætt við Loga í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir