Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 11. september 2012 10:48
Magnús Már Einarsson
Hólmar Örn sló leikjamet U21 árs landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson bætti í gær leikjamet U21 árs landsliðs karla þegar hann lék með liðinu í 5-0 tapi gegn Belgum í undankeppni EM.

Þetta var 27. leikur Hólmars með U21 árs landsliðinu en hann hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin ár.

Hólmar lék sinn fyrsta leik með U21 árs landsliðinu í vináttuleik gegn Þjóðverum árið 2007.

Síðan þá hefur hann farið í gegnum þrjár undankeppnir með liðinu og tekið þátt í úrslitakeppni EM í fyrra.

Hólmar bætti í gær met Bjarna Þórs Viðarssonar sem lék 26 leiki og setti met á EM í Danmörku í fyrra.

Þetta var síðasti leikur Hólmars með U21 árs landsliðinu en hann er fæddur árið 1990 og verður því ekki gjaldgengur í næstu undankeppni þar sem elstu leikmenn mega vera fæddir árið 1992.
Athugasemdir
banner
banner
banner