Napoli og Bologna eigast við í eina leik dagsins í ítalska boltanum.
Liðin mætast í úrslitaleik ofurbikarsins eftir að hafa unnið undanúrslitaleikina fyrir helgi en mótið fer fram í Sádi-Arabíu.
Napoli lagði Milan að velli á meðan Bologna hafði óvænt betur gegn Inter eftir vítaspyrnukeppni.
Liðin mætast í kvöld og fljúga leikmenn svo heim til að fagna jólunum með fjölskyldum sínum. Ítalski boltinn fer þó, líkt og sá enski, ekki í jólafrí og því er stíf dagskrá næstu helgar.
Leikur kvöldsins
19:00 Napoli - Bologna
Athugasemdir




