Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 31. desember 2013 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ragna Björg spáir í leiki morgundagsins á Englandi
Ragna í baráttunni gegn Þór Akureyri.
Ragna í baráttunni gegn Þór Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sammi sopi nær í stig á útivelli.
Sammi sopi nær í stig á útivelli.
Mynd: Getty Images
Kristján Guðmundsson nældi sér í fimm rétta þegar hann spáði fyrir um úrslit í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Á morgun nýársdag er heil umferð og Ragna Björg Einarsdóttir, miðvörður hjá bikarmeisturum Breiðabliks, er spámaðurinn að þessu sinni.

Swansea 1 - 3 Man City (12:45)
Litla liðið í Manchesterborg heldur uppteknum hætti og hirðir stigin þrjú.

Stoke 0 - 2 Everton (15:00)
Pabbi yrði brjálaður ef ég tippa ekki á bláa liðið þannig að þetta er auðvelt. Everton hefur verið að spila skemmtilegan bolta.

Crystal Palace 1 -0 Norwich (15:00)
Liðsmenn Magga Bö halda áfram uppteknum hætti og sigla þremur stigum í höfn.

Fulham 1 - 1 West Ham (15:00)
Sammi sopi spilar alls ekki fallegan bolta en nær stigi gegn Fulham.

Southampton 1 - 1 Chelsea (15:00)
Steindautt jafntefli!

Liverpool 3 - 0 Hull (15:00)
Verð því midur að setja Liverpool sigur á þennan, annars yrði ekki líft á heimilinu.

Sunderland 1 - 1 Aston Villa (15:00)
Tvö leiðinleg lið sem munu spila leiðinlegan fótboltaleik.

West Brom 2 - 0 Newcastle (15:00)
Newcastle lendir í vandræðum en vinnur fînan sigur og heldur sig nálægt toppliðunum.

Arsenal 3 - 1 Cardiff (15:00)
Allir eru hættir að nenna ad hlusta à AW væla eftir hvern leik og þar með taldir leikmennirnir hans og splæsa í einn A game!

Man Utd 2 - 1 Tottenham (17:30)
United-menn halda sínu skriði og hirða stigin þrjú! Og Aníta.. Nei meina Gylfi minnkar muninn fyrir Tottenham.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner