Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 27. desember 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Manchester United hefur betur gegn Norwich samkvæmt spá Kristjáns.
Manchester United hefur betur gegn Norwich samkvæmt spá Kristjáns.
Mynd: Getty Images
Kristján spáir því að Lukaku og félagar í Everton komist aftur á sigurbraut.
Kristján spáir því að Lukaku og félagar í Everton komist aftur á sigurbraut.
Mynd: Getty Images
Tómas Meyer fékk fimm rétta þegar hann spáði fyrir um úrslit í ensku úrvalsdeildinni í leikjum gærdagsins.

Leikið er þétt í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga og fasteignasali, fær það verkefni að tippa á leiki helgarinnar.

West Ham 0 - 0 WBA (12:45 á morgun)
Örlítið meiri hressleiki yfir Albion þessa dagana sem dugar til jafnteflis á Boleyn Ground, líklegustu úrslitin eru 0-0 en væri þó skemmtilegra að fá 3-3. Stóri Sam virkar lítill um þessar mundir.

Aston Villa 2 - 0 Swansea (15:00 á morgun)
Mikil pressa komin á starfslið Villa. Nú þurfa eldri leikmenn liðsins að stíga upp og tryggja þrjú stig.

Hull 1 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Öruggur heimasigur Hull þrátt fyrir óvæntan útisigur Fulham í seinustu umferð. Þetta kemur allt saman hjá Fulham á næstu mánuðum en Hull eru vel skipulagðir og klára þennan leik.

Manchester City 4 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Þetta verður algjör smurning enda City með sterkasta leikmannahópinn í deildinni. Hraðinn í leik City gerir Palace leikmenn ringlaða og fimmta markið gæti þess vegna komið hjá heimamönnum

Norwich 1 - 2 Manchester United (15:00 á morgun)
Það er sprungið á Norwich liðinu og erfiður seinni hluti tímabilsins framundan. United sigrar á samheldni og baráttu og meiri gæðum einstakra leikmanna.

Cardiff 0 - 1 Sunderland (17:30 á morgun)
Algert stjórnleysi ríkir í Cardiff sem greinilega hefur mikil og neikvæð áhrif á frammistöðuna hjá liðinu. Sunderland vinnur annan 1-0 útisigur sinn í þessari viku sem er athyglisvert.

Everton 3 - 1 Southampton (13:30 á sunnudag)
Óvænt tap Everton heima gegn Sunderland brýnir leikmenn heimaliðsins í þessum leik og þeir munu snúa á pressu og vinnusemi Southampton liðsins og sigra í mjög skemmtilegum leik.

Newcastle 1 - 1 Arsenal (13:30 á sunnudag)
Hérna verður barist af gríðarlegri hörku í leik sem gæti endað í jafntefli. Newcastle gerir allt til að stöðva léttleikandi lið Arsenal og mun takast það að vissu marki.

Chelsea 1 - 1 Liverpool (16:00 á sunnudag)
Merseybúarnir voru gríðarlega óheppnir gegn City í seinustu umferð og ætla sér svo sannarlega stig á Brúnni gegn Chelsea liði sem er ósannfærandi í sóknarleik sínum en er þó að vinna leikina sína með járnvilja og samstöðu. Það dugar þó ekki til sigurs gegn Liverpool sem neita að detta úr topp fjórum fyrir áramót.

Tottenham 0 - 1 Stoke (16:00 á sunnudag)
Gestirnir eru óhressir eftir leikinn í Newcastle sem hvetur þá til dáða og þeir vinna mjög óvæntan sigur í London gegn liði sem lætur Gylfa spila úti á kanti... Það kann ekki góðri lukku að stýra!

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner