Það lítur út fyrir það að í framtíðinni verði KR-ingar ekki einir um hituna í Vesturbænum því stofnað hefur verið nýtt knattspyrnufélag á þeim slóðum. Stofndagur liðsins er í dag, 17. september, og ber félagið nafnið Knattspyrnufélag Vesturbæjar, skammstafað KV. Liðið mun leika í 3.deild að ári og taka þátt í bikarkeppni KSÍ. Félagið samanstendur að mestu af KR-ingum en einnig öðrum vel völdum leikmönnum og er markmið félagsins að iðka knattspyrnu og stuðla að knattspyrnu án fordóma.
Stofnendur KV eru:
Guðmundur Óskar Pálsson
Ingvar Örn Ákason
Páll Kristjánsson
Pétur Oddbergur Heimisson
Athugasemdir