Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 19. maí 2016 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ginola er meðvitundarlaus á spítala eftir hjartaáfall
Ginola hér í leik með Tottenham gegn Tony Adams, Patrick Vieira og félögum í Arsenal.
Ginola hér í leik með Tottenham gegn Tony Adams, Patrick Vieira og félögum í Arsenal.
Mynd: Getty Images
Frakkinn David Ginola, sem var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum þeirra ensku liða sem hann lék fyrir, var fluttur á spítala eftir að hafa fengið hjartaáfall í dag.

Ginola er þar meðvitundarlaus sem stendur en fregnirnar koma mörgum á óvart þar sem hann er ekki nema 49 ára gamall.

Ginola lék fyrir RC Paris, Brest og PSG í franska boltanum áður en hann var keyptur til Newcastle United árið 1995.

Í enska boltanum lék Ginola fyrir Newcastle, Tottenham og Aston Villa við góðan orðstýr og lauk ferlinum svo hjá Everton þar sem hann lék þó aðeins fimm deildarleiki áður en hann lagði skóna á hilluna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner