
Grindavík tók á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Safamýrinni fyrr í kvöld.
Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, Grindavík minnkuðu muninn í 2-1 og voru ekki langt frá því að jafna leikinn. Brynjar Björn þjálfari Grindavíkur mætti í viðtal eftir leik.
Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, Grindavík minnkuðu muninn í 2-1 og voru ekki langt frá því að jafna leikinn. Brynjar Björn þjálfari Grindavíkur mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 4 Víkingur R.
„Erfiður leikur Víkingar eru með gott lið, þeir geta skipt út 6 mönnum frá síðasta leik og það sér ekki á liðinu. Ég er þokkalega ánægður með frammistöðuna frá mínum mönnum. Ef við værum „effektívari" fyrir framan markið þá hefðum við getað jafnað 1-1 og mögulega 2-2."
„Við gerðum það sem við lögðum upp með fyrstu 70 mínúturnar, við ákváðum að koma aðeins framar á völlinn þegar það voru 20 mínútur eftir og það skapar erfiðar stöður fyrir bakverðina.
Við vorum heilt yfir fínir en það breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum."
Grindvíkingar hafa fengið Safamýrina að láni frá Víkingum vegna aðstæðnanna í Grindavík
„Við komum hérna til Grindavíkur á Víkingssvæðið og fáum þá í heimsókn, það er búið að vera flott við erum ennþá að koma okkur fyrir í Safamýrinni."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir