Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   fim 16. maí 2024 23:14
Kári Snorrason
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík tók á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Safamýrinni fyrr í kvöld.
Leikar enduðu 4-1 en það gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, Grindavík minnkuðu muninn í 2-1 og voru ekki langt frá því að jafna leikinn. Brynjar Björn þjálfari Grindavíkur mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Víkingur R.

„Erfiður leikur Víkingar eru með gott lið, þeir geta skipt út 6 mönnum frá síðasta leik og það sér ekki á liðinu. Ég er þokkalega ánægður með frammistöðuna frá mínum mönnum. Ef við værum „effektívari" fyrir framan markið þá hefðum við getað jafnað 1-1 og mögulega 2-2."

„Við gerðum það sem við lögðum upp með fyrstu 70 mínúturnar, við ákváðum að koma aðeins framar á völlinn þegar það voru 20 mínútur eftir og það skapar erfiðar stöður fyrir bakverðina.
Við vorum heilt yfir fínir en það breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum."


Grindvíkingar hafa fengið Safamýrina að láni frá Víkingum vegna aðstæðnanna í Grindavík

„Við komum hérna til Grindavíkur á Víkingssvæðið og fáum þá í heimsókn, það er búið að vera flott við erum ennþá að koma okkur fyrir í Safamýrinni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner