Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 17. maí 2024 09:08
Elvar Geir Magnússon
Wagner rekinn eftir skellinn gegn Leeds (Staðfest)
Mynd: Getty Images
David Wagner hefur verið rekinn frá Norwich en liðið fékk 4-0 skell gegn Leeds United í umspili Championship-deildarinnar í gær.

Eftir tapið er ljóst að Norwich verður þriðja árið í röð í B-deildinni.

Búist er við því að Carlos Cuesta, þjálfari hjá Arsenal, taki við stjórnartaumunum hjá Norwich. Ben Knapper íþróttastjóri Norwich starfaði áður fyrir Arsenal og þekkir Cuesta vel.

Staða Wagner var veik síðan Knapper tók við af Stuart Webber í nóvember en hann náði að enda með Norwich í sjötta sæti deildarinnar og komast þar með í umspilið.

Wagner tók við Norwich á síðasta ári en hann er fyrrum stjóri Huddersfield, Young Boys, Schalke og varaliðs Dortmund.

Leeds leikur gegn Southampton eða West Bromwich Albion í úrslitaleik umspilsins á Wembley þann 26. maí. Sigurvegarinn í þeim leik fer upp í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner