
EM-Innkastið er hljóðvarpsþáttur sem Fótbolti.net sendir út frá Frakklandi á meðan EM er í gangi. Þátturinn er nær daglega á meðan Ísland er með á mótinu.
Íslenska landsliðið og íslenskir fjölmiðlamenn eru mættir til Annecy þar sem ferðalag til Parísar er undirbúið. Enska landsliðið flaug heim til London í dag.
8-liða úrslitin hefjast á fimmtudag. Ísland leikur gegn gestgjöfunum en hinar þrjár viðureignirnar eru einnig mjög athyglisverðar.
Elvar Geir Magnússon og Magnús Már Einarsson spjölluðu við Hrafnkel Frey Ágústsson af 433.is um Evrópumótið og voru Hemir Hallgrímsson og Antonio Conte meðal þeirra sem komu í umræðuna.
EM-Innkastið:
1. þáttur: Læti í Frakklandi
2. þáttur: Messi betri en Ronaldo
3. þáttur: Næturrúta eftir svakalegan leik
4. þáttur: Ronaldo landkynning fyrir Ísland
5. þáttur: Svekktir eftir 1-1 tap
6. þáttur: Hvar á stjarnan að spila?
7. þáttur: Fólkið í stúkunni öflugra en liðið
8. þáttur: Sigurvíma í París
9. þáttur: Enska pressan mætt í fjallabæinn
10. þáttur: Gerist eitthvað stórt í Nice?
11. þáttur: Fálkaorður framundan
Athugasemdir