Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. september 2016 17:25
Magnús Már Einarsson
Fyrrum leikmaður ÍBV hjálpaði Walcott í sitt besta form
Tveir í formi.  Bradley Simmonds og Yngvi Borgþórsson í ferð með ÍBV árið 2013.
Tveir í formi. Bradley Simmonds og Yngvi Borgþórsson í ferð með ÍBV árið 2013.
Mynd: Twitter
Theo Walcott hefur verið í banastuði með Arsenal í byrjun tímabils á Englandi. Walcott skoraði í 3-0 sigrinum gegn Chelsea um helgina og í gær skoraði hann bæði mörkin í 2-0 sigri á Basel.

Í grein The Guardian í dag kemur fram að Walcott hafi æft gríðarlega mikið aukalega í sumar undir stjórn einkaþjálfarans Bradley Simmonds.

Samkvæmt frétt The Guardian er Walcott í talsvert betra formi en oft áður eftir æfingarnar með Simmonds.

Simmonds spilaði með ÍBV í Pepsi-deildinni árið 2013, þá 19 ára gamall.

Hann skoraði tvö mörk í ellefu leikjum en ákvað eftir tímabilið að hætta í fótbolta og fara út í einkaþjálfun.

Á stuttum tíma hefur hinn 22 ára gamli Simmonds getið sér gott orð sem einkaþjálfari hjá stjörnum á Englandi. Auk Walcott er hann einkaþjálfari John Terry, Brendan Rodgers og Jamie Redknapp.

Hér að neðan má sjá myndband af Walcott á æfingu hjá Simmonds í sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner