Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. janúar 2019 11:49
Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Ólafur hættur í fótbolta?
Bjarni Ólafur er kominn í frí frá fótbolta.
Bjarni Ólafur er kominn í frí frá fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Bjarni Ólafur Eiríksson spili aftur með Íslandsmeisturum Vals en Podcastþátturinn Dr. Football segir frá því í dag að hann hafi ákveðið að taka sér frí frá fótbolta.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals staðfesti það svo við 433.is og segir að Valsmenn muni reyna að fá Bjarna Ólaf til að vera með í sumar en verði að sjá hvað setur.

„Hann er í fríi þessa stundina og svo sjáum við bara hvað setur, við munum reyna að fá hann til að vera með í sumar," sagði Sigurbjörn við 433.is

Fótbolti.net hefur ítrekað reynt að ná í Bjarna Ólaf í vikunni en hann hefur ekki viljað tjá sig ennþá.

Bjarni Ólafur verður 37 ára gamall á árinu en hefur verið lykilmaður í liði Vals undanfarin ár og spilað flesta leiki liðsins síðan hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir sumarið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner