banner
   fim 13. júní 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raiola fer með mál sitt til gerðardómstóls til að reyna aflétta banni sínu
Mynd: Getty Images
Íþróttagerðardómstóllinn hefur greint frá því að umboðsmaðurinn, Mino Raiola, sem er meðal annars umboðsmaður Paul Pogba og Matthijs de Ligt, hafi leitað til dómstólsins til að aflétta þriggja mánaða banni sínu.

Dómstóllinn mun gefa Raiola svar snemma í júlí. Ítalska knattspyrnusambandið dæmdi Raiola upprunalega í bann sem FIFA tók svo upp og er því Raiola í banni hjá öllum knattspyrnusamböndum á vegum FIFA.

Raiola má vinna utan Ítalíu á meðan dómstóllinn fer yfir mál hans. Það er ekki alveg ljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á möguleg félagaskipti leikmanna á vegum Raiola.

Mikið hefur verið rætt um að Paul Pogba gæti yfirgefið Manchester United og þá sást Mino Raiola í París í gær.
Athugasemdir
banner
banner