Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. júlí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 12. umferðar: Elín Metta í sjöunda sinn
Lára Einarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Lára Einarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexandra er í liði umferðarinnar.
Alexandra er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum. Selfoss vann góðan 2-0 sigur á HK/Víkingi á heimavelli og Valur fór í Garðabæinn og sótti öll stigin þrjú með 5-1 sigri.

Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þórs/KA er þjálfari umferðarinnar en Þór/KA vann ÍBV á heimavelli 5-1.


Þór/KA á einnig þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar. Það eru þær Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í markinu, Láru Einarsdóttur í vörninni og Huldu Ósk Jónsdóttur á miðjunni.

Með Láru í vörninni eru þær Ásta Eir Árnadóttir leikmaður Breiðabliks og Bergrós Ásgeirsdóttir leikmaður Selfoss. Breiðablik vann 5-2 sigur á Keflavík í umferðinni og auk Ástu er Alexandra Jóhannsdóttir í liði umferðarinnar.

Þá er Karitas Tómasdóttir leikmaður Selfoss einnig í liðinu en liðið vann 2-0 sigur á HK/Víkingi á heimavelli.

Valsstelpurnar halda áfram á fljúgandi siglingu og Margrét Lára Viðarsdóttir heldur áfram að raða inn mörkum en hún skoraði þrjú mörk í umferðinni. Þá var Elín Metta Jensen einnig virkilega góð í Valsliðinu en Elín Metta er í liði umferðarinnar í sjöunda sinn.

Að lokum er síðan Marija Radojicic framherji Fylkis í liðinu en hún skoraði tvívegis í 2-0 sigri liðsins á KR í Vesturbænum.

Sjá einnig:
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner