þri 27. ágúst 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 18. umferðar - Ólafur Ingi þriðju umferðina í röð
Castillion er í liði umferðarinnar.
Castillion er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ívar Örn Jónsson er í liðinu.
Ívar Örn Jónsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18. umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í gær með markaveislu. Á Hlíðarenda gerðu Valur og Stjarnan jafntefli í fjögurra marka leik þar Hilmar Árni Halldórsson skoraði eitt og lagði upp annað mark Stjörnunnar í leiknum. Þá lagði Ívar Örn Jónsson vinstri bakvörður Valsmanna upp bæði mörk liðsins í leiknum.

Í Hafnarfirðinum komu Blikar til baka og unnu 4-2 útisigur á FH eftir að hafa lent 2-1 undir. Thomas Mikkelsen heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði tvívegis í leiknum. Þá átti bakvörðurinn, Alfons Sampsted öflugan leik í liði Breiðabliks.



Fimm mörk voru skoruðu í Árbænum í gærkvöldi þegar Fylkir vann HK 3-2 á heimavelli. Geoffrey Castillion lék sennilega sinn besta leik í Fylkistreyjunni í sumar og þá er Ólafur Ingi Skúlason í liði umferðarinnar, þriðju umferðina í röð.

Umferðin hófst á Akranesi á laugardaginn þegar ÍA vann 2-1 sigur á ÍBV og felldi Eyjaliðið í kjölfarið. Einar Logi Einarsson var eins og klettur í vörn Skagamanna og skoraði fyrsta mark leiksins.

Það var alvöru fallbaráttuslagur í Víkinni á sunnudaginn þegar Víkingur tók á móti Grindavík. Þar skoraði Ágúst Eðvald Hlynsson eina mark leiksins og tryggði Víkingum mikilvæg þrjú stig. Kári Árnason var góður á miðjunni hjá heimamönnum og Vladan Djogatovic bjargaði því að Grindavík fékk ekki á sig fleiri mörk í leiknum.

Fyrir norðan fór fram markalaus leikur KA og KR. Besti leikmaður vallarins var miðvörður KA-manna, Brynjar Ingi Bjarnason.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner