Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Castillion skoðar sín mál í janúar
Geoffrey Castillion í leik með Fylki í sumar.
Geoffrey Castillion í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion er ekki búinn að ákveða hvort hann spili áfram í Pepsi Max-deildinni næsta sumar eða ekki. Samningur Geoffrey við FH rennur út um áramótin en í sumar var hann á láni hjá Fylki.

„Ég er í fríi og svo mun ég skoða möguleikana í janúar og ákveða hvað ég geri á næsta ári," sagði Geoffrey við Fótbolta.net í dag.

Hinn 28 ára gamli Geoffrey skoraði ellefu mörk í sextán leikjum með Víkingi R. í Pepsi-deildinni sumarið 2017 og í kjölfarið samdi hann við FH.

Geoffrey náði sér ekki á strik í Hafnarfirði en hann skoraði eitt mark í tíu leikjum í fyrra áður en hann fór aftur í Víking á láni þar sem hann skoraði sex mörk í átta leikjum.

Í sumar var hann á láni í Fylki þar sem hann skoraði tíu mörk í nítján leikjum í Pepsi Max-deildinni og hefur því samtals skorað 28 mörk í 53 leikjum í efstu deild. Geoffrey ætlar að skoða alla möguleika í janúar en hann gæti verið áfram á Íslandi.

„Deildin er öflug og Ísland er fallegt land. Ég er til í að vera áfram þar. Maður veit aldrei í fótbolta. Ég er búinn að vera á Íslandi í þrjú ár og ef annar spennndi möguleiki kemur upp þá gæti ég skoðað hann. Maður veit aldrei. VIð sjáum hvað gerist í framtíðinni," sagði Geoffrey.
Athugasemdir
banner
banner
banner