Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 09. desember 2019 11:05
Elvar Geir Magnússon
Lingard hefur verið að glíma við vandamál utan vallar
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, telur að miðjumaðurinn Jesse Lingard sé kominn á sitt besta ról. Hann hefur átt flotta leiki í sigrunum gegn Tottenham og Manchester City.

Solskjær hefur gefið til kynna að vandamál utan vallar hafi haft áhrif á frammistöðu hans fyrr á tímabilinu.

„Hann er Man United maður út í gegn. Hann er rauður, er með frábært hugarfar og mikla vinnusemi," sagði Solskjær um Lingard.

„Allir af okkur þurfa að taka á hlutum innan og utan vallar og það sem hann hefur þurft að glíma við mun haldast milli okkar. Það er frábært að sjá hann aftur."

Enskir fjölmiðlar gerðu mikið úr myndbandi sem Lingard birti á samfélagsmiðlum í sumar en orðbragð og hegðun í því þóttu ekki við hæfi.

Þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn og hann missti sæti í enska landsliðshópnum. Slök frammistaða hans í upphafi tímabils fékk talsverða gagnrýni.

„Þú mátt gagnrýna alla fyrir allt en ég sem stjóri þarf að hugsa um þessa stráka, bæði á góðum og slæmum stundum. Það er frábært að vinna með Lingard. Ég þjálfaði hann í varaliðinu á sínum tíma. Það er gaman að sjá hann spila aftur eins og hann getur gert," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner