Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mið 27. september 2006 16:37
Hörður Snævar Jónsson
Heimild: KSÍ 
U-17 tapaði fyrir Frökkum
Krstinn skoraði mark Íslands i dag.
Krstinn skoraði mark Íslands i dag.
Mynd: breidablik.is
Íslenska U17 karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Frökkum í dag með þremur mörkum gegn einu. Kristinn Steindórsson skoraði mark Íslands á 71. mínútu en þá höfðu Frakkar skorað þrjú mörk. Strákarnir leika við Litháa á laugardaginn.

Frakkar fengu óskabyrjun og skoruðu eftir aðeins 30 sekúndur. Þeir bættu svo öðru marki við á 20. mínútu og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Frakkar bættu svo þriðja markinu við á 70. mínútu en Kristinn minnkaði muninn strax mínútu síðar. Þar við sat og er Ísland því með eitt stig eftir tvö leiki.

Ísland leikur við Litháen á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Litháar töpuðu fyrir Rúmenum í dag, 0-3, en riðillinn er einmitt leikinn í Rúmeníu.

Byrjunarlið Íslands:
Trausti Sigurbjörnsson (M)
Jóhann Laxdal
Hólmar Örn Eyjólfsson
Eggert Rafn Einarsson (F)
Ragnar Þór Gunnarsson
Viktor Unnar Illugason
Björn Jónsson
Kolbeinn Sigþórsson
Aaron Palomares
Kristinn Jónsson
Andri Sigurjónsson
Athugasemdir