Heimild: Vefsíða HK
Þrír af yngstu leikmönnum meistaraflokks HK hafa skrifað undir samninga við félagið en kapparnir þrír sem um er að ræða eru Aaron Palomares, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hafsteinn Briem.
Þeir eru allir 16-17 ára gamlir og hafa í vetur og vor spilað sína fyrstu alvöru leiki með meistaraflokki HK. Hólmar, 17 ára í ágúst, var í byrjunarliði HK í fyrsta leik HK í Landsbankdeildinni gegn Víkingum í vor og voru Aaron og Hafsteinn einnig í leikmannahópi liðsins þá.
Þá voru Hólmar og Aaron í U17 ára landsliðinu sem lék mjög vel í milliriðli og lokakeppni EM U17 ára landsliða í vor.
Hafsteinn, varð 16 ára í febrúar, er enn í þriðja flokki en hann hefur æft með U17 ára landsliðshópnum í allan vetur og er hann gjaldgengur í liðið á næsta ári einnig.
Athugasemdir