Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   sun 16. september 2007 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Sky 
Rosenior: Ég er jafngóður og Micah Richards
Liam Rosenior sem nýlega gekk til liðs við Reading segir ástæðuna fyrir því að hann yfirgaf Fulham hafi verið til að eiga möguleika á sæti í enska landsliðinu.

Rosenior sem gekk nýverið til liðs við Reading í skiptum fyrir Seol Ki-Hyeon telur að fótboltinn sem spilaður er hjá Fulham geri honum erfiðara um vik að fá tækifæri með landsliðinu.

Eftir að hafa séð ungstirnið Micah Richards fara á kostum í undankeppni EM er Rosenior sannfærður í því að hann eigi erindi í landsliðið.

,,Ég vill verða næsti hægri bakvörður Englands. Micah Richards er að standa sig mjög vel en mér finnst ég vera jafngóður og hann og gæti orðið enn betri en hann." er haft eftir Rosenior í Daily Mirror.

,,Fólk má telja mig ruglaðan og að ég lifi í draumaheimi en ég trúi á mig. En til að sýna hæfileika mína verð ég að spila eins og ég vil spila, og þannig vildi Lawrie (Sanchez stjóri Fulham) ekki spila." sagði Rosenior að lokum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Reading í gær gegn Sunderland en sá leikur fór 2-1 fyrir Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner