U21 árs landslið karla vann í kvöld góðan 2-1 útisigur á Belgum á útivelli í undankeppni EM 2009.
Birkir Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk íslenska liðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum áður en Belgar minnkuðu muninn í þeim síðari.
Með sigrinum fer íslenska liðið upp fyrir Belga og í þriðja sætið í riðlinum. Ísland er með sex stig eftir fimm leiki en Belgar eru með fjögur.
Byrjunarliðið í leiknum í kvöld:
Markvörður: Haraldur Björnsson
Hægri bakvörður: Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Miðverðir: Guðmann Þórisson og Hallgrímur Jónasson
Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Arnór Smárason
Hægri kantur: Rúrik Gíslason
Vinstri kantur: Birkir Bjarnason
Framherji: Kjartan Henry Finnbogason
Athugasemdir