Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. janúar 2008 18:19
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Bangura fær að vera áfram á Englandi
Mynd: Getty Images
Al Bangura miðjumaður Watford hefur unnið áfrýjun og fær að vera áfram í Englandi eftir að hafa fengið atvinnuleyfi.

Þessi 19 ára gamli leikmaður fékk ekki landvistarleyfi á dögunum og átti að fara til heimalands síns Sierra Leone í desember.

Eftir fund með Liam Byrne innanríkisráðherra fékk Watford hins vegar möguleika á að áfrýja þeim úrskurði og nú hefur Bangura fengið atvinnuleyfi sem þýðir að hann getur verið áfram í Englandi.

Sex manna dómstóll úrskurðaði í málinu í dag og sagði að fótboltahæfileikar Bangura þýddu að hann fengi nýtt atvinnuleyfi.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Watford sýndu Bangura stuðning (Myndir)
Athugasemdir
banner