Heimild: Heimasíða KSÍ
Íslenska u-21 árs landsliðið tapaði 2-0 fyrir Kýpur ytra nú í dag en þetta var leikur í undankeppni EM.
Íslenska liðið var ívið sterkari í fyrri hálfleik og var staðan 0-0 þegar liðin gengu til búnignsherbergja
Á 58. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og aðeins tveimur mínútum síðar bættu þeir við marki eftir hornspyrnu.
Mörkin komu eins og köld vatnsgusa framan í leikmenn Íslands en leikurinn hafði verið jafn fram að þessu og Íslendingar líklegri upp við markið.
Byrjunarliðið: (4-5-1)
Markvörður: Haraldur Björnsson
Hægri bakvörður: Hólmar Örn Eyjólfsson
Vinstri bakvörður: Gunnar Kristjánsson
Miðverðir: Guðmann Þórisson og Hallgrímur Jónasson
Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði og Eggert Gunnþór Jónsson
Hægri kantur: Arnór Smárason
Vinstri kantur: Theodór Elmar Bjarnason
Framherji: Birkir Bjarnason
Athugasemdir