U19 ára landslið karla tapaði 2-1 fyrir Búlgörum í síðasta umferð milliriðils fyrir EM en riðillinn hefur verið leikinn í Noregi undanfarna daga.
Um var að ræða hreinan úrslitaleik milli þessara liða um hvort þeirra færi á EM í sumar og nú er ljóst að það verða Búlgarar en þeir unnu alla sína leiki í riðlinum. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslendinga úr vítaspyrnu seint í leiknum en áður hafði Hólmar Örn Eyjólfsson fengið að líta rauða spjaldið.
Íslenska liðið sigraði Noreg 3-2 og Ísrael 1-0 og þrátt fyrir að liðið hafi ekki komist áfram er árangurinn góður, annað sætið í milliriðlinum.
Byrjunarliðið í dag:
Markvörður: Ingvar Jónsson
Hægri bakvörður: Eggert Rafn Einarsson
Vinstri bakvörður: Kristinn Jónsson
Miðverðir: Fannar Arnarsson og Hólmar Örn Eyjólfsson
Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Guðmundur Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson
Hægri kantur: Rafn Haraldsson
Vinstri kantur: Guðmundur Reynir Gunnarsson
Framherji: Björn Jónsson
Athugasemdir