Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 28. apríl 2009 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Framtíðarmenn Íslands: Hólmar Örn Eyjólfsson (West Ham)
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar í leik með HK gegn FH
Hólmar í leik með HK gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Hólmar er hér ásamt Pape Mamadou Faye, leikmanni Fylkis
Hólmar er hér ásamt Pape Mamadou Faye, leikmanni Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar og Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals í baráttunni
Hólmar og Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar í leik með U-17 ára landsliðinu
Hólmar í leik með U-17 ára landsliðinu
Mynd: Kristján Bernburg
Í dag er komið að fasta liðnum Framtíðarmenn Íslands þar sem fjallað er um ungu og efnilegustu leikmenn Íslands.

Næsti leikmaður sem fjallað verður um í dag er einn af efnilegri varnarmönnum landsins, en það er Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.

Hólmar Örn Eyjólfsson
Fæðingadagur: 6. ágúst 1990
Félög: HK til júlí 2008, West Ham United frá júlí 2008-
Leikir fyrir meistaraflokk: 21 leikur / 0 mörk Landsleikir: Ísland U17: 12 leikir, Ísland U19: 8 leikir, Ísland U21: 7 leikir
Hólmar Örn er fæddur á Sauðárkróki þann 6. ágúst árið 1990 og hefur hann hæfileika sína á knattspyrnuvellinum ekki langt að rekja, því faðir hans er Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Herthu Berlin.

Hann gekk til liðs við HK í 6. flokki karla eftir að hafa búið í Þýskalandi og Tyrklandi ásamt föður sínum, þar sem hann lék fyrir Stuttgart, Herthu Berlin og Besiktas í Tyrkjlandi. Hann æfði aeðins eitt ár með Tindastól á Sauðárkróki en æfði þó ekki meðan hann bjó erlendis.

,,Ég æfði með Tindastól í eitt ár áður en ég flutti í Kópavoginn og var þá í HK frá 7 ára aldri," sagði Hólmar Örn í samtali við Fótbolti.net. ,,Ég byrja svo bara að æfa fótbolta þegar ég flyt heim um 6 ára gamall," sagði hann enn fremur.

Við rekjum spor hans frá því hann var á yngra ári í 4. flokknum hjá HK. Liðið lék í A-deild Íslandsmótsins, en stóð sig ekki nægilega vel og endaði í 10. sæti eða því næst neðsta og vann aðeins einn leik gegn Fram en það var 5-1 stórsigur.

Á Faxaflóamótinu stóð liðið sig ágætlega og það vann tvo leiki af fimm mögulegum, en lenti aftur á móti í 5.sæti B-riðils. Mótið var haldið tvisvar ár hvert og um haustið stóð liðið sig mun betur og endaði í 2. sæti B-riðils með 12 stig í fimm leikjum.

Þegar hann kom á eldra ár í 4. flokki batnaði leikur liðsins til muna og lenti liðið til að mynda í 3. sæti B-deildar Íslandsmótsins með 19 stig úr 10 leikjum. Þá var Hólmar á skotskónum en hann skoraði 3 mörk á mótinu.

Hólmar stóð sig einnig vel á fyrra Faxaflóamótinu það ár, en hann skoraði tvö mörk í fimm leikjum er liðið lenti í 2. sæti B-riðils. Á síðara mótinu sem fór fram um haustið lenti liðið í 3.sæti A-riðils.

Næsta ár fór hann í 3.flokkinn og má segja að slæmt tímabl hafi verið framundan hjá flokknum. Liðið byrjaði á því að lenda í sjötta og seinasta sæti á fyrra Faxaflóamótinu í B-riðli mótsins.

Íslandsmótið í B-deildinni þóttist reynast mun slakara, en liðið féll niður í C-deild eftir að það lenti í 7.sæti og því seinasta, og skoraði Hólmar eitt mark í 14 leikjum sem liðið spilaði. Hann spilaði þá upp fyrir sig með 2. flokki í B-deildinni nokkra leiki.

Seinna Faxaflóamótið það ár endaði svipað og fyrra gengi þeirra á árinu og lenti liðið í síðasta sæti B-riðils með 3 stig. Þá spilaði hann einnig með 2. flokki á mótinu og því farinn að spila reglulega upp fyrir sig.

Hólmar fór á eldra ári í 3.flokk árið 2006 og átti liðið fína byrjun er það lenti í 2.sæti á fyrra Faxaflóamótinu þegar liðið lék í A-riðli og endaði með 8 stig. Frábær frammistaða liðsins hélt áfram á Íslandsmótinu í C1-riðli þar sem þeir enduðu efstir með 30 stig og töpuðu aðeins einum leik.

Hólmar lék með liðinu, en náði þó ekki að skora. Honum tókst þó að næla sér í eitt rautt spjald. Hann var þá þegar orðinn byrjunarliðsmaður í 2.flokknum það sumar í B-deildinni með HK/Ými.

Hann gekk upp í 2.flokkinn um haustið 2006. Í Faxaflóamótinu stóð liðið sig vel og lenti í 3. sæti með 21 stig og Hólmar ávallt í byrjunarliði. Hann var þó byrjaður að æfa með meistaraflokknum og hafði leikið nokkra æfingaleiki með liðinu og því mikils af honum vænst.

Lykilmaður í meistaraflokknum
Hann lék svo sinn fyrsta opinbera leik með liðinu í Lengjubikarnum þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Val í apríl mánuði. Um sumarið lék hann einungis einn leik með 2.flokknum hjá HK/Ými sem lék í C2-deildinni og lenti liðið í 2.sæti, en hann var orðinn fastamaður í meistaraflokknum.

Hann spilaði þó meiri hlutann af Faxaflóamótinu með 2. flokknum sem lenti í 3.sæti A-riðils mótsins.

Sama sumar þá spilaði hann 12 leiki í Landsbankadeildinni með HK og fékk að líta 6 gul spjöld og var lykilmaður í vörninni hjá félaginu og vakti einstaka athygli fyrir frammistöðu sína.

Í VISA-bikarnum mætti HK erkifjendum og nágrönnum sínum í Breiðablik í 16-liða úrslitum og fékk Hólmar að líta rauða spjaldið í framlengingu, en hann hafði fengið þegar gult spjald undir lok venjulegs leiktíma eftir að hafa brotið á leikmanni Breiðabliks.

Lék með U-17 ára landsliðinu á Evrópumótinu
Íslenska U-17 ára landsliðið fór til Portúgals í milliriðli Evrópumótsins, þar sem liðið var í riðli með Norður-Írlandi, Rússlandi og heimamönnum í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins var gegn Norður-Írum þar sem lauk með 2-2 jafntefli og skoraði HK-ingurinn Kolbeinn Sigþórsson bæði mörk liðsins, en hann og Hólmar voru þegar liðsfélagar hjá HK.

Liðið gerði svo markalaust jafntefli gegn sterku liði Portúgals og þurfti því íslenska liðið að sigra Rússland til að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins.

Þegar liðið mætti Rússum bjóst enginn við neinum svakalegum úrslitum, en það mátti þó sjá í leikslok að um hörku leik væri að ræða. Glæstur 6-5 sigur á Rússum var niðurstaðan og nú skoraði Kolbeinn Sigþórsson fjögur marka íslenska liðsins. Auk hans skorauðu HK-ingurinn Aaron Palomares og svo Frans Elvarsson, varnarmaður Njarðvíkur.

Ljóst var að liðið myndi leika í Belgíu í úrslitakeppninni og þar dróst það gegn Englandi, Belgíu og Hollandi. Liðið tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Englandi 2-0 og því svekkjandi tap í fyrsta leik.

Liðið mætti næst Hollendingum og sá aldrei til sólar í 3-0 tapi þar sem Daley Blind skoraði tvö mörk fyrir Hollendinga, en hann er sonur Danny Blind, fyrrum leikmanns Ajax og hollenska landsliðsins.

Þeir töpuðu svo þriðja og seinasta leiknum gegn Belgíu 5-1, og endaði liðið því í 7. sæti mótsins sem verður þó að teljast frábær árangur fyrir U-17 ára landslið Íslands.

Árið 2008 átti eftir að verða Hólmari mjög gott ár, en hann skoraði sitt fyrsta mark í Lengjubikarnum gegn Keflavík í 4-2 sigri þar sem liðið sigraði A-riðil 4. Í átta liða úrslitum datt liðið hins vegar út og enn og aftur fyrir nágrönnunum í Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni.

Um sumarið spilaði hann 7 leiki fyrir HK í Landsbankadeildinni og endaði liðið á að falla úr deildinni niður í 1.deild. Hólmar yfirgaf félagið í byrjun júlí eftir að hafa samið við West Ham United á Englandi.

Hann spilaði þá einn leik í VISA-bikarnum í 1-0 sigri á ÍA, en liðið datt út fyrir Haukum í næstu umferð þar sem Hólmar spilaði ekki, því félagaskiptaglugginn opnaði þann 1.júlí á Englandi.

Samdi við West Ham United
Hólmar fór á reynslu til West Ham United sem leikur í ensku úrvalsdeildinni um miðjan febrúar og gekk það frábærlega, sem endaði með því að félagið vildi fá hann til sín til frambúðar og hófust samningaviðræður samstundis.

,,Þeir sáu mig spila með U21 móti Belgíu haustið 2007. Eftir það buðu þeir mér á reynslu og ég fór þangað í febrúar og æfði með liðinu í viku," sagði hann.

,,Daginn sem ég var að fara heim sögðu þeir mér að þeir vildu fá mig og í kjölfarið byrjuðu samningaviðræður. Þeir horfðu síðan á mig í nokkrum leikjum með U21 og HK," hélt hann áfram.

Í apríl mánuði samþykkti HK tilboð frá West Ham í Hólmar, en hann sjálfur hafði hafnað fyrsta samningstilboði frá félaginu og sendi þeim móttilboð sem var síðar samþykkt. Það var svo í lok júní sem sem Hólmar komst að samkomulagi við West Ham og gerði þriggja ára samning við félagið.

,,Ég fór á reynslu til Herthu Berlin sumarið áður og þeir vildu fá mig, svo voru aðrir klúbbar sem hörfðu áhuga en gerðu ekkert formlegt tilboð. Svo þegar West Ham hafði samband og vildu fá mig þá er mjög erfitt að neita því tækifæri," sagði hann.

Heimildir Morgunblaðsins höfðu þá haldið því fram að kaupverðið hafi verið eitt það hæsta sem borgað hefur verið fyrir leikmann í íslensku félagsliði. Hann byrjaði samstundis að æfa með aðalliði félagsins og því ljóst að hér væri efni á ferð. En hver var helsta ástæðan fyrir því að hann fór til West Ham?

,,Fyrst og fremst vegna þess hve margir leikmenn hafa komið þaðan, Rio Ferdinand, Lampard, Joe Cole og Michael Carrick svo einhverjir séu nefndir. Auk þess var þetta kjörið tækifæri til að gera mig að betri leikmanni, æfa við bestu mögulegu aðstæður með reynslumiklum leikmönnum og þjálfurum," sagði hann enn fremur.

Um miðjan júlí átti Hólmar að fara með aðalliðinu til Bandaríkjanna í æfingarferð, en missti af því á lokastundu vegna meiðsla og því svekkjandi fyrir hann að missa snemma af góðu tækifæri.

Hólmar spilaði með varaliðinu allt þetta tímabil, en var þó mikið frá vegna meiðsla og ef allt í allt er talið þá var hann frá 5 mánuði samanlagt. Hann opnaði markareiknin sinn í þriðja leik varaliðsins er hann skoraði í 4-1 tapi liðsins.

,,Jú ég hef verið meiddur í um það bil fimm mánuði af þessum níu sem ég hef verið hér svo þetta tímabil hefur kannski ekki farið alveg þá leið sem maður hefði viljað, en ég er einbeittur á að enda tímabilið vel og koma enn sterkari á næsta undirbúningstímabil," sagði hann.

Hann lék alls 9 leiki fyrir varaliðið á tímabilinu af 16 mögulegum og reyndist einn af lykilmönnum liðsins er hann spilaði ávallt í vörninni.

Í hóp hjá aðalliðinu
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham hefur sagt Hólmari að hann eigi hlutverk í plönum sínum og hefur til að mynda kallað hann núna tvisvar upp í leikmannahóp aðalliðsins.

,,Hann hefur sagt mér að halda áfram því sem ég er að gera, leggja hart að mér og vera einbeittur á það sem ég er að gera, og þá séu allar dyr opnar," sagði hann.

Núna í apríl mánuð var hann valinn í leikmannahóp aðalliðsins fyrir leik gegn Aston Villa sem fór fram á Villa Park, en komst þó ekki í endanlegan 18 manna hóp en ferðaðist þó með liðinu á áfangastaðinn í Birmingham.

,,Það var mjög skemmtilegt að ferðast með aðalliðinu og vera í hópnum, sjá hvernig hálfleiksræðurnar eru og hvernig leikmennirnir undirbúa sig, sem gerir mann enn hungraðari í að komast á völlinn og byrja spila með þeim," sagði hann.

Það var svo núna um síðustu helgi þar sem hann var aftur í leikmannahópi liðsins sem mætti Chelsea á heimavelli West Ham, Upton Park. Aftur komst hann ekki í endanlegan hóp en hefur þó nú fengið tilfinninguna fyrir því hvernig er að snúast í kringum boltann í ensku úrvalsdeildinni.

,,Ég var mjög ánægður með að vera í hópnum þá og enn ánægðari þegar ég var í hópnum á móti Chelsea. Þetta er góð reynsla og núna er næsta skrefið að komast á bekkinn," sagði hann.

Að lokum er því vert að spyrja hvar Hólmar sér framtíðina fyrir sér?

,,Ég ætla bara æfa vel og leggja hart að mér og nýta tækifærið mitt vel þegar það kemur," sagði Hólmar að lokum í samtali við Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner