Í þessari viku sýnir Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður West Ham United á sér hina hliðina, en þetta er samhliða umfjölluninni um hann í liðnum Framtíðarmenn Íslands sem er einnig að öllu jöfnu á þriðjudögum.
Hólmar, sem er 18 ára gamall hefur verið að gera góða hluti fyrir West Ham undanfarið og hefur til að mynda verið í 19-manna hóp aðalliðsins í síðustu tveim leikjum.
Hann hefur leikið 27 leiki fyrir unglingalandsliðin og er fastamaður í U-21 árs landsliðinu.
Fullt nafn: Hólmar Örn Eyjólfsson
Gælunafn: Holms
Aldur: 18
Giftur / sambúð? Á kærustu sem heitir Sara Björk
Börn: Ekki ennþá
Hvað eldaðir þú síðast? Gómsæta ommilettu
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Skinku og pepperoni
Uppáhaldssjónvarpsefni? Lost
Besta bíómyndin? Margar góðar en ég horfði á The Mist nýlega, sjokkerandi endir !
Hvaða tónlist hlustar þú á? Hlusta á allt
Uppáhaldsútvarpsstöð:Choice FM hér úti er mjög góð
Uppáhaldsdrykkur: Eplasafi
Uppáhalds vefsíða: Fótbolti.net
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Spila fast og gefa ekkert eftir.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Breiðablik
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég var oftast Raúl eða Batistuta þegar við strákarnir vorum í fótbolta.
Erfiðasti andstæðingur? Quaresma og Di Santo
Ekki erfiðasti andstæðingur? Ég klobba Hafstein Briem alltaf.
Besti samherjinn? Matthew Upson
Sætasti sigurinn? 6-5 móti Rússum með U17
Mestu vonbrigði? Meiðslin á þessu tímabili
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Steven Gerrard og Daniel Agger
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Margir efnilegir núna
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni? Allavega ekki Martin Skrtel
Fallegasta knattspyrnukonan? Ekki klár á því
Grófasti leikmaður innan félagsins? Lucas Neill getur verið stórhættulegur
Besti íþróttafréttamaðurinn? Snorri Sturluson
Af hverju ertu stoltastur í lífi þínu? 7. sætið með U17 á EM 2007
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Flestir giftir og haga sér bara vel.
Hefurðu skorað sjálfsmark? Já nokkur á mínum yngri árum
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var í 4 flokki vorum við að keppa og síðan þurfti markmaðurinn okkar Tandri Halldórsson að fara til tannlæknis í hálfleik og útileikmaður Damir Muminovic fór í markið og við enduðum á því að tapa 19-1
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 15 ára móti selfossi
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Mjög góð
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Daglega
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Held fótboltinn sé fínn svona.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Kings of Leon
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Skokka sig niður
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Gianfranco Zola
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Hlíðarhjallinn
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? 10 mín
Hver er uppáhalds íþróttamaður þinn? Steven Gerrard
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Það er mjög langt síðan allavega
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Predator
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Danskan tók á !
Vandræðalegasta augnablik? 19-1 tap er mjög vandræðalegt sama hvort þú sért með markmann eða ekki.
Athugasemdir