Tómas Ingi Tómasson er aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar
Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands tilkynnti rétt í þessu leikmannahóp sinn sem mætir Dönum í vináttulandsleik í Álaborg 5. júní næstkomandi. Þetta verður hans fyrsti leikur með liðið síðan hann tók við því að nýju í vetur.
Fjórir nýliðar eru í hópnum. Það eru þeir Óskar Pétursson markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH og Guðlaugur Victor Pálsson miðjumaður Liverpool og Alfreð Finnbogason framherji Breiðabliks.
Tómas Ingi Tómasson sem hefur getið sér gott orð sem sjónvarpsmaður upp á síðkastið er aðstoðarmaður Eyjólfs með liðið.
Fjórir nýliðar eru í hópnum. Það eru þeir Óskar Pétursson markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH og Guðlaugur Victor Pálsson miðjumaður Liverpool og Alfreð Finnbogason framherji Breiðabliks.
Tómas Ingi Tómasson sem hefur getið sér gott orð sem sjónvarpsmaður upp á síðkastið er aðstoðarmaður Eyjólfs með liðið.
Markmenn:
Þórður Ingason, Fjölnir
Óskar Pétursson, Grindavík
Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham United FC
Hjörtur Logi Valgarðsson, FH
Skúli Jón Friðgeirsson, KR
Andrés Már Jóhannesson, Fylkir
Finnur Orri Margeirsson, Breiðablik
Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS
Miðjumenn:
Birkir Bjarnason, Viking FK
Bjarni Þór Viðarsson, FC Twente
Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Guðmundur Kristjánsson, Breiðablik
Björn Daníel Sverrisson, FH
Guðlaugur Victor Pálsson, Liverpool FC
Sóknarmenn
Rúrik Gíslason, Viborg IF
Björn Bergmann Sigurðarsson, Lillestrøm SK
Alfreð Finnbogason, Breiðablik
Athugasemdir