Heimild: Heimasíða Roeselare
Roeselare í Belgíu hefur fengið Hólmar Örn Eyjólfsson á láni frá West Ham út þessa leiktíð.
Hólmar hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði West Ham á þessari leiktíð og því gott tækifæri fyrir hann til að fá spiltíma.
Hann gekk í raðir West Ham sumarið árið 2008 en á eftir að spila með aðalliði félagsins.
Hólmar sem er sonur Eyjólfs Sverrissonar er uppalinn hjá HK og lék 20 leiki með liðinu í efstu deild áður en hann fór til West Ham.
Hjá Roeselare er einn Íslendingur en það er Bjarni Þór Viðarsson.
Athugasemdir