Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 01. júní 2010 19:15
Þórður Már Sigfússon
Heimild: KSV Roeselare 
Bjarni og Hólmar meðal bestu leikmanna Roeselare
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Þór Viðarsson endaði í þriðja sæti og Hólmar Örn Eyjólfsson hafnaði í fjórða sæti í kjöri á bestu leikmönnum belgíska liðsins KSV Roeselare á síðasta keppnistímabili. Stuðningsmenn félagsins stóðu að kjörinu en úrslitin voru kunngjörð í dag.

Bjarni hlaut 28 stig og Hólmar 24 en stig voru gefin hverjum leikmanni í lok hvers mánaðar á keppnistímabilinu.

Árangur Hólmars kemur nokkuð á óvart þar sem hann gekk til liðs við Roeselare á láni frá West Ham í janúar og spilaði því einungis hálft keppnistímabilið með liðinu. Hann stóð sig hins vegar frábærlega og var einn besti leikmaður liðsins á síðari hluta keppnistímabilsins.

Fimm bestu leikmenn KSV Roeselare á síðasta keppnistímabili:

1. Joeri Dequevy, 51 stig
2. Mahamdou Dissa, 47
3. Bjarni Þór Viðarsson, 28
4. Hólmar Örn Eyjólfsson, 24
5. Vincent Provoost, 20
banner
banner
banner
banner