Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. febrúar 2020 14:09
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Gylfi Byrjar - Fabinho inn fyrir Origi
Pepe Reina og Samatta byrja hjá Aston Villa
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: West Ham
Mynd: Sheffield United
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fara sex leikir af stað samtímis í ensku úrvalsdeildinni í dag og hafa byrjunarliðin tólf verið staðfest.

Lærisveinar Jürgen Klopp í toppliði Liverpool virðast vera óþreytanlegir og gerir stjórinn vinsæli aðeins eina breytingu frá sigrinum gegn West Ham á miðvikudaginn. Fabinho kemur inn í byrjunarliðið í stað Divock Origi.

Southampton hefur verið að spila vel undir stjórn Ralph Hasenhüttl sem gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn Crystal Palace í síðustu umferð.

James Ward-Prowse tekur stöðu Cedric í hægri bakverðinum, enda var Portúgalinn lánaður til Arsenal undir lok janúargluggans. Þá kemur Jan Bednarek aftur inn í vörnina og fá Oriol Romeu og Moussa Djenepo að spreyta sig á miðjunni. Að lokum kemur Shane Long inn í sóknina fyrir Michael Obafemi sem fer á bekkinn.

Liverpool getur aukið forystu sína á toppi úrvalsdeildarinnar í 22 stig með sigri í dag.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Salah, Firmino
Varamenn: Adrian, Lovren, Matip, Keita, Lallana, Minamino, Origi

Southampton: McCarthy, Ward-Prowse, Stephens, Bednarek, Bertrand, Hojbjerg, Romeu, Djenepo, Redmond, Ings, Long
Varamenn: Gunn, Danso, Vestergaard, Smallbone, Boufal, Obafemi, Adams



Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að ná sér af meiðslum og kemur beint inn í byrjunarlið Everton, við hlið Fabian Delph á miðri miðjunni.

Everton heimsækir Watford í hörkuleik þar sem Richarlison mætir sínum gömlu félögum.

Watford: Foster, Mariappa, Kabasele, Cathcart, Masina, Capoue, Chalobah, Doucoure, Pereyra, Deulofeu, Deeney
Varamenn: Gomes, Holebas, Hughes, Gray, Success, Pussetto, Welbeck

Everton: Pickford, Sidibe, Holgate, Mina, Digne, Walcott, Sigurðsson, Delph, Iwobi, Calvert-Lewin, Richarlison
Varamenn: Stekelenburg, Baines, Keane, Schneiderlin, Bernard, Coleman, Kean



Tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek fer beint inn í byrjunarlið West Ham sem fær Brighton í heimsókn í dag.

Jarrod Bowen var keyptur til Hamranna fyrir 20 milljónir punda í gærkvöldi en ekki var hægt að skrá hann í tæka tíð fyrir viðureign dagsins.

West Ham: Fabianski, Fredericks, Diop, Ogbonna, Cresswell, Rice, Soucek, Noble, Snodgrass, Antonio, Haller
Varamenn: Randolph, Zabaleta, Balbuena, Masuaku, Fornals, Lanzini, Ajeti

Brighton: Ryan, Montoya, Dunk, Webster, Bernardo, Stephens, Pröpper, Mooy, Gross, Trossard, Murray
Varamenn: Button, Schelotto, March, Jahanbakhsh, Alzate, Connolly, Maupay



Nýliðar Aston Villa mæta til leiks með tvo nýja leikmenn í byrjunarliði sínu á útivelli gegn Bournemouth.

Pepe Reina byrjar á milli stanganna og fer Mbwana Samatta beint inn í byrjunarliðið. Samatta er sóknarmaður sem kom frá Genk og kostaði tæpar 10 milljónir punda.

Bournemouth: Ramsdale, Smith, Francis, Ake, Rico, Gosling, Lerma, Billing, H. Wilson, Fraser, C. Wilson
Varamenn: Boruc, S. Cook, Surman, L. Cook, Stanislas, Solanke, Surridge

Aston Villa: Reina, Konsa, Mings, Hause, Guilbert, D. Luiz, Nakamba, Targett, El Ghazi, Grealish, Samatta
Varamenn: Nyland, Elmohamady, Engels, Hourihane, Lansbury, Trezeguet, Davis



Á Selhurst Park mætir Crystal Palace til leiks gegn Sheffield United. Joel Ward er kominn aftur inn í varnarlínu Palace og leiðir Christian Benteke sóknina. Cenk Tosun er ekki í hóp.

Gestirnir frá Sheffield gera áhugaverða breytingu á sínu liði en John Lundstram byrjar á bekknum í dag. Norski miðjumaðurinn Sander Berge fer beint inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið keyptur á 22 milljónir punda á dögunum.

Jack Rodwell, Richairo Zivkovic og Panagiotis Retsos eru ekki í hópnum hjá Sheffield.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Tomkins, Cahill, Van Aanholt, Milivojevic, McCarthy, McArthur, Zaha, Ayew, Benteke
Varamenn: Hennessey, Kelly, Dann, Riedewald, Kouyate, Meyer, Townsend

Sheffield Utd: Henderson, Baldock, Basham, Egan, O'Connell, Stevens, Berge, Norwood, Fleck, Sharp, McBurnie
Varamenn: Robinson, Freeman, Osborn, Verrips, Lundstram, Jagielka, Mousset



Newcastle mætir að lokum Norwich og fer Nabil Bentaleb beint inn í byrjunarliðið. Danny Rose og Valentino Lazaro eru á bekknum.

Ondrej Duda og Lukas Rupp, sem komu frá Hertha Berlin og Hoffenheim í janúar, eru í byrjunarliði Norwich.

Newcastle: Dubravka, Yedlin, Fernandez, Lascelles, Clark, Ritchie, Hayden, Bentaleb, Almiron, Saint-Maximin, Joelinton
Varamenn: Darlow, Schär, Lejeune, Lazaro, Rose, Atsu, S. Longstaff

Norwich: Krul, Aarons, Zimmermann, Hanley, Byram, McLean, Tettey, Rupp, Cantwell, Duda, Pukki
Varamenn: Fahrmann, Lewis, Vrancic, Trybull, Hernandez, Buendia, Drmic
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner