Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. febrúar 2020 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Wolves: Fernandes beint í byrjunarliðið
Fernandes mætir á Old Trafford.
Fernandes mætir á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, sem var keyptur frá Sporting Lissabon í vikunni, kemur beint inn í byrjunarlið Manchester United fyrir leikinn gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni.

Odion Ighalo, sóknarmaðurinn sem var fenginn á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua í gær, er skiljanlega ekki í hóp.

Frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildabikarnum í vikunni gerir Ole Gunnar Solskjær fjórar breytingar. Ásamt Fernandes þá koma Andreas Pereira, Danel James og Juan Mata inn í liðið fyrir Brandon Williams, Nemanja Matic, Jesse Lingard og Mason Greenwood.

Hjá Úlfunum byrjar nýr leikmaður félagsins, Daniel Podence, á bekknum. Hann var keyptur frá Olympiakos á 16 milljónir punda og er kantmaður.

Willy Boly og Diogo Jota hafa jafnað sig af meiðslum og eru í byrjunarliði Wolves.

Leikurinn hefst klukkan 17:30.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, Fred, Pereira, James, Fernandes, Mata, Martial.
(Varamenn: Romero, Jones, Williams, Dalot, Chong, Lingard, Greenwood)

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Doherty, Boly, Coady, Saiss, Jonny, Moutinho, Neves, Traore, Jimenez, Jota.
(Varamenn: Ruddy, Gibbs-White, Dendoncker, Jordao, Kilman, Neto, Podence)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner