Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   lau 01. febrúar 2020 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dýrkeypt mistök Guaita - Fór með boltann inn í markið
Sheffield United vann 1-0 sigur á Crystal Palace þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sheffield United komst upp í fimmta sætið með sigrinum.

Það voru hræðileg mistök Spánverjans Vicente Guaita í marki Crystal Palace sem skildu liðin að. Eftir hornspyrnu Sheffield United greip Guaita boltann inn í markinu.

Afar klaufalegt hjá Guaita sem hefur verið nokkuð traustur frá því hann kom til Palace í febrúar 2018.

Smelltu hér til að sjá markið.


Athugasemdir
banner