Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola segir Aston Villa með einn besta leikmann deildarinnar
Grealish fagnar sigrinum á Leicester.
Grealish fagnar sigrinum á Leicester.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Jack Grealish, miðjumaður Aston Villa, sé einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Grealish var maður leiksins þegar Villa lagði Leicester að velli í undanúrslitum deildabikarsins í vikunni. Grealish er fyrirliði Aston Villa og mun leiða sitt lið út á völlinn í úrslitaleiknum gegn lærisveinum Guardiola í City.

Guardiola er mikill aðdáandi hins 24 ára gamla Grealish sem hefur verið orðaður sterkari lið.

„Þeir eru með einn besta leikmann deildarinnar í Jack Grealish," sagði Guardiola við blaðamenn. „Ég er mikill aðdáandi hans."

Grealish hefur verið orðaður við bæði Manchester-félögin, en hann mun ekkert fara fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Janúarglugginn lokaði í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner