Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Fylkir með fullt hús eftir sigur á KR
Bryndís Arna skoraði sigurmarkið gegn KR.
Bryndís Arna skoraði sigurmarkið gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir hafði betur gegn KR og kom sér á toppinn í Reykjavíkurmóti kvenna í dag.

Fyrir leikinn höfðu KR og Fylkir bæði unnið alla þrjá leiki sína. Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum í Egilshöll og var það Bryndís Arna Níelsdóttir sem skoraði fyrir Fylki.

Markið skoraði hún eftir aðeins níu mínútur og náði Fylkir að landa sigrinum úr því.

Fylkir er núna á toppi riðilsins með 12 stig, KR er í öðru sæti með níu stig. Fylkir mætir Fjölni í lokaleik sínum, en KR etur kappi við Valskonur.

Fjölnir lagði Víking að velli í kvöld. Sara Montoro skoraði þar eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Fjölnir spilaði einum fleiri frá 17. mínútu eftir að Dagmar Pálsdóttir, leikmaður Víkings, fékk að líta rauða spjaldið.

Fjölnir náði í sín fyrstu stig í Reykjavíkurmótinu með þessum sigri. Víkingur er á botni riðilsins án stiga eftir fjóra leiki.

KR 0 - 1 Fylkir
0-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('9)

Fjölnir 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Sara Montoro ('78, víti)
Rautt spjald: Dagmar Pálsdóttir, Víkingur R. ('17)
Athugasemdir
banner
banner