Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 01. febrúar 2023 15:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlli Magg á leið til Noregs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, er mjög líklega á förum frá félaginu. Tvö félög í Noregi hafa mikinn áhuga á miðjumanninum og líklegt að skiptin verði klár á næstunni.

Júlíus. sem er 24 ára, tók við fyrirliðabandinu hjá Víkingi fyrir síðasta tímabil eftir að þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason lögðu skóna á hilluna.

Júlíus átti gott tímabil, skoraði fjögur mörk í 24 leikjum sem djúpur miðjumaður og leiddi lið sitt til bikarmeistaratitils. Í júní lék hann sinn fyrsta A-landsleik, bætti svo tveimur við í nóvember og öðrum tveimur í síðasta mánuði.

Það er ljóst að ef Víkingur missir Júlíus þá er liðið að missa mikinn máttarstólpa úr liðinu.

Hann var hjá Leikni fram í 4. flokk en skipti þá í Víking og var þar í þrjú ár áður en Heerenveen í Hollandi fékk hann í sínar raðir árið 2015. Í kjölfarið var hann fenginn í unglingalið Heerenveen árið 2015. Hann sneri til baka frá Hollandi fyrir tímabilið 2019 og hefur verið í stóru hlutverki í liði Víkings síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner