Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. mars 2020 13:50
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Ekki liðið svona illa síðan ég tók við
Gerrard hefur fengið mikið lof fyrir árangur sinn með Rangers.
Gerrard hefur fengið mikið lof fyrir árangur sinn með Rangers.
Mynd: Getty Images
Rangers var slegið úr skoska bikarnum í gær, aðeins þremur dögum eftir að hafa slegið Braga úr Evrópudeildinni.

Lærisveinar Steven Gerrard mættu Hearts í 8-liða úrslitum og töpuðu 1-0. Heimamenn verðskulduðu sigurinn og var Gerrard miður sín að leikslokum.

„Mér hefur ekki liðið svona illa síðan ég tók við félaginu. Þessi frammistaða var hvergi nærri því að vera nógu góð," sagði Gerrard í viðtali eftir leik.

„Á miðvikudagskvöldið var ég stoltasti maður Evrópu eftir frábæra frammistöðu í Portúgal en í dag var sagan önnur. Ég er mjög langt niðri eftir þennan leik, ég er gríðarlega vonsvikinn og þarf tíma til að hugsa.

„Ég finn fyrir sársauka vegna þess að ég er hérna til að vinna, ég þrái að vinna. Þegar ég fylgdist með frá hliðarlínunni í dag fann ég ekki fyrir sama metnaði hjá leikmönnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner