Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinicius yngstur á 21. öldinni til að skora í El Clasico
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: Getty Images
Vinicius Junior kom Real Madrid á bragðið í 2-0 sigri á Barcelona í El Clasico á Santiago Bernabeu.

Martin Braithwaite, nýr sóknarmaður Barcelona, kom inn á sem varamaður og kom inn með ágætis kraft. Hann gleymdi sér hins vegar í varnarvinnunni í örstutta stund á 70. mínútu og refsaði Toni Kroos með snilldarsendingu á Vinicius. Brasilíumaðurinn kláraði með skoti sem fór af Gerard Pique og inn.

Markið má sjá hérna.

Vinicius er 19 ára gamall og er hann núna yngsti markaskorarinn í El Clasico á 21. öldinni. Hann bætti met Lionel Messi, leikmanns Barcelona, frá árinu 2007.


Athugasemdir
banner
banner