Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hildur Björk í Gróttu (Staðfest)
Hildur Björk Búadóttir.
Hildur Björk Búadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hildur Björk Búadóttir er gengin í raðir Gróttu frá AZ Alkmaar í Hollandi.

Hildur, sem er 19 ára gömul, er uppalin í Val og spilaði fimm leiki með liðinu síðasta sumar er liðið varð Íslandsmeistari.

Eftir tímabilið hélt hún til AZ Alkmaar í Hollandi en hún er nú komin aftur heim.

Hildur samdi við Gróttu og mun því spila með liðinu í Lengjudeildinni á komandi leiktíð. Matthías Guðmundsson þjálfari Gróttu fagnar komu Hildar: „Það eru sannkallaðar gleðifréttir að Hildur hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur. Hildur er gríðarlega öflugur og sterkur leikmaður. Hún er örfætt, býr yfir mikilli hlaupagetu og getur spilað margar stöður á vellinum. Það verður mjög spennandi að fylgjast með henni í sumar."

Áður spilaði hún með HK og KH á láni frá Val en alls á hún 44 leiki og 2 mörk með þessum þremur félögum.

Þá á hún 14 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og gert eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner