Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Næsti áfangastaður Argentína hjá Aguero?
Mynd: Getty Images
Samningur Sergio Aguero, framherja Manchester City, rennur út næsta sumar. Argentínski leikmaðurinn hefur verið hjá City frá árinu 2011. Hann kom til félagsins frá Atletico Madrid en hann er uppalinn hjá Independiente í Argentínu.

Lucas Pusineri, stjóri Indenpendiente, hefur gefið það í skyn að hann vilji fá Aguero heim til Buenos Aires áður en samningur framherjans rennur út næsta sumar.

Pusineri vill fá Aguero til að spila í sama liði og Lucas Biglia, núverandi miðjumann AC Milan, en þeir spiluðu saman hjá Independiente áður en þeir héldu til Evrópu. Pusineri hefur sagt að hann vilji drífa það af að fá kappana heim.

„Ég er í góðu sambandi við Kun Aguero og Biglia. Við vorum liðsfélagar og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Það væri gott að fá þá á morgun. I framtíðinni vonast ég til að geta treyst á þá," sagði Pusineri.

Aguero hefur komið inn á það að hann vilji enda ferilinn heima í Argentínu. Gífurlega ólíklegt þykir að City leyfi Aguero að fara áður en samningur hans rennur út en Biglia gæti hins vegar farið í sumar þar sem hans samningur rennur út.
Athugasemdir
banner
banner
banner