Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. apríl 2021 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emma Steinsen í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir er búinn að krækja sér í liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild kvenna eftir mjög gott tímabil í fyrra.

Árbæingar hafa fengið Emmu Steinsen Jónsdóttur sem var lykilmaður í liði Gróttu sem endaði um miðja Lengjudeild í fyrra.

Emma Steinsen er fædd 2003 og því gríðarlega mikið efni. Hún er samningsbundin Val og kemur til Fylkis að láni frá Val. Hún var á láni hjá Gróttu í fyrra.

Emma spilaði 16 leiki er Seltirningar enduðu um miðja Lengjudeild.

Fylkir kom mikið á óvart í fyrra og var í fjórða sæti þegar Íslandsmótið var blásið af, einu stigi á eftir Selfossi í þriðja sæti og með leik til góða.

Emma á sjö leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner