Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. apríl 2021 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Celtic í sambandi við Eddie Howe
Mynd: Getty Images
Celtic hefur verið í leit að arftaka Neil Lennon síðan hann sagði upp stjórnartaumunum í febrúar þegar ljóst var að skoska titilbaráttan var úti. Lennon hætti eftir neyðarlegt tap gegn Ross County.

Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, gæti verið arftaki Lennon. Sky greinir frá því að Celtic hafi sett sig í samband við Howe sem hefur verið án félags síðan í ágúst í fyrra.

Howe hætti hjá Bournemouth í ágúst eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Howe gerði frábæra hluti með Bournemouth og verður afar áhugavert að sjá hvernig honum tekst í næsta starfi.

Celtic mun heyja harða baráttu við Rangers á næstu leiktíð eftir að lærisveinar Steven Gerrard gjörsamlega rúlluðu skosku deildinni upp í ár.

Howe er sagður vera að skoða ýmis tilboð og er hann efstur á lista hjá Celtic. John Kennedy er bráðabirgðastjóri Celtic út leiktíðina.
Athugasemdir
banner
banner