Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 20:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Rossi vildi fá víti: Reglurnar verða að vera þær sömu fyrir alla
Mynd: EPA

Daniele De Rossi stjóri Roma var ekki sáttur með dómgæsluna eftir leik liðsins gegn Lecce í kvöld.


Leiknum lauk með markalausu jafntefli en De Rossi vildi fá vítaspyrnu þegar Nicola Zalewski fór niður í teignum þegar hann klemdist mill tveggja leikmanna Lecce.

„Hann verður að dæma þessa vítaspyrnu, sérstaklega í nútíma fótbolta þegar það er dæmt þegar einhver stígur aðeins á litlu tánna á einhverjum. Ef það er víti en ef einhver fer af öllum krafti í þig að reyna ná boltanum er ekki víti þá skil ég það ekki," sagði De Rossi.

Roma gerði 2-2 jafntefli gegn Fiorentina fyrr á tímabilinu þar sem hann taldi Fiorentina fá ódýrt víti.

„Í Flórens var smá snerting í öxlina, leikmaðurinn fór niður og það er víti. Ég vil frekar hafa fótboltann þannig að það sé ekki víti. Ég vil hafa fótboltann þannig þar sem mark Acerbi gegn okkur væri ekki rangstaða. Reglurnar verða að vera þær sömu fyrir alla," sagði De Rossi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner